HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Launaupplýsingar og efnahagsforsendur

Í júní mánuði undirrituðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum samkomulag er felur í sér að sett verður á stofn samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Markmiðið er að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning...

Starfsreglur Styrktarsjóðs BHM

Frá 1. júlí s.l. breyttust starfsreglur Styrktarsjóðs BHM lítilsháttar þannig að í grein 4.a var felld út setning þess efnis að sjúkradagpeningar greiðist ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. Megin atriðið er eftir sem áður að sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga...

Kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnuhópur aðila vinnumarkaðarins kynnti nýlega, á fundi í Rúgbrauðsgerðinni, skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga í Skandinavíu. Markmiðið með úttektinni er að kanna og leita fyrirmynda á hinum Norðurlöndunum sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð...

Ný stefnumótun BHM

Á aðalfundi BHM, sem haldinn var þann 17. maí 2013, var samþykkt ný stefna BHM í menntamálum, launamálum, jafnréttismálum, lífeyrismálum og málefnum stúdenta og LÍN. Fundurinn var fjölmennur og áhugaverð erindi haldin, m.a. af Rögnu Árnadóttur, fyrrv.ráðherra og...

Síða 50 af 52« Fyrsta...102030...4849505152

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um