HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Kjaraviðræður KVH við ríkið

Í júlí mánuði gerðu KVH og Samninganefnd ríkisins (SNR) samkomulag um stutta frestun samningaviðræðna yfir hásumarið meðan deila annarra 18 aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga var til úrskurðar hjá Gerðardómi, skv. lagasetningu þar um, og sömuleiðis málarekstur fyrir Hæstarétti.

Gerðardómur birti úrskurð sinn fyrir fáeinum dögum og í  þessari viku héldu viðræður KVH og SNR áfram. Á samningafundi aðila í morgun var sú staða rædd sem komin er upp í kjölfar úrskurðar Gerðardóms, en hún er til skoðunar með hliðsjón af fyrri tillögum sem bæði KVH og SNR höfðu lagt fram í sumar.   Fundurinn var á jákvæðum nótum og verður annar samningafundur í næstu viku, en KVH hefur lagt áherslu á að ljúka samningaviðræðum sem allra fyrst.

Orlofssjóður BHM

Eftirfarandi orlofskostir eru lausir frá næsta föstudegi í eina viku. Engir punktar eru teknir fyrir þennan tíma.

Bókunarvefurinn

orlof ágúst

Viðræður KVH við ríkið

Kjaraviðræðum KVH við ríkið verður haldið áfram nú um miðjan ágúst, í samræmi við samkomulag sem aðilar gerðu sín á milli í sumar.

Niðurstaða er komin í kjaradeilu 18 annarra aðildarfélaga BHM við ríkið, en hún var fengin með lagasetningu, hæstaréttardómi og úrskurði Gerðardóms.

KVH mun upplýsa félagsmenn sína sem vinna hjá ríkisstofnunum um framgang viðræðna, eftir því sem tilefni gefur.

Sumarlokun

Skrifstofa KVH verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 31. júlí til og með 7. ágúst.  Erindum sem berast á þeim tíma verður svarað frá og með mánudeginum 10. ágúst.

Síða 30 af 54« Fyrsta...1020...2829303132...4050...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um