HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Samningaviðræðum KVH við ríki frestað

Á fundi samninganefnda KVH og ríkisins í gær, 30. júní, var undirritað samkomulag um frestun kjaraviðræðna um sinn. Aðilar munu halda áfram viðræðum að fáeinum vikum liðnum og verða þær m.a. byggðar á þeim gögnum og kröfum sem báðir aðilar hafa lagt fram. Sem kunnugt...

Kjarasamningaviðræður KVH við ríkið

Viðræður KVH um endurnýjun kjarasamnings við ríkið hafa nú staðið yfir í all langan tíma samfellt, en gildistími síðasta samnings var til 28. febrúar s.l.  Ítarlega hefur verið rætt um megin atriði kröfugerðar, m.a. launaliði og gildistíma, stofnanasamninga og...

Fyrsti maí 2015

BHM og aðildarfélög þess taka þátt í sameiginlegri 1.maí göngu stéttarfélaganna og eru félagsmenn hvattir til að taka þátt. Safnast verður saman við Borgartún 6, kl. 13:00 og gengið verður að Hlemmi, en þaðan fer stóra gangan af stað kl. 13:30. Útifundurinn sjálfur...

Kjarasamningaviðræður KVH

Kjarasamningaviðræður KVH við ríkið standa nú yfir en félagsmenn KVH hjá ríkinu eru um 500 talsins. Gildistími síðasta samnings var til 28. febrúar sl. eins og samningar flestra annarra aðildarfélaga BHM.   Upphaflega stóð KVH að sameiginlegri kröfugerð BHM og...

Síða 30 af 53« Fyrsta...1020...2829303132...4050...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um