HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Ráðstefna BHM

Bandalag háskólamanna stendur fyrir ráðstefnu á  Hilton Reykjavík Nordica 2. mars frá kl.9.00-10.30. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangseyrir kr.2.500 Skráning hér....

Aðalfundur KVH

Aðalfundur KVH verður haldinn 18. mars n.k. og verður fundurinn auglýstur nánar síðar. Félagsmenn eru minntir á þau ákvæði 9. gr. laga KVH að tillögum um lagabreytingar skal skila til stjórnar KVH fyrir 15. febrúar n.k., og tilnefningum eða framboðum til embætta skal...

Samningaviðræður við SNS

Samningaviðræður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) hafa staðið yfir síðan í byrjun desember. Hið sama má reyndar segja um viðræður SNS við aðra viðsemjendur innan BHM. Samninganefnd KVH hefur lagt...

Orlofssjóður BHM

Nú er hægt að senda inn umsókn um leigu á orlofshúsum eða íbúðum í útlöndum í sumar.   Til að sækja um þarf að fara inn á bókunarvefinn. Umsóknarformið er undir „umsóknir“, og velja svo „sækja um“. Hægt er að breyta umsókninni  á meðan umsóknarfrestur er ekki liðinn....

Síða 20 af 53« Fyrsta...10...1819202122...304050...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um