HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls voru greiðandi félagsmenn eru nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Umsögn KVH um frumvarp vegna lífeyrismála

KVH hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1977.  Í umsögninni kemur m.a. fram að KVH lýsir yfir stuðningi við þau meginmarkmið að koma á samræmdu og sjálfbæru lífeyriskerfi fyrir...

Fundur á Akureyri um lífeyrismál

Á morgun, föstudaginn 30. september, efnir BHM til opins upplýsingafundar á Akureyri um stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna fyrir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins norðan heiða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kynnir samkomulag um breytt fyrirkomulag...

Kynningarfundur um stöðu lífeyrismála

Á morgun, þriðjudaginn 27. september, efnir BHM til opins upplýsingafundar um stöðu lífeyrismála fyrir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, fulltrúi BHM í viðræðunefnd um lífeyrismál, kynna Samkomulag um...

KVH greiddi atkvæði gegn nýju samkomulagi um lífeyrismál

Síðast liðinn mánudag, 19. september, undirrituðu BHM, BSRB og KÍ samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýja skipan lífeyrismála þeirra félagsmanna sem eiga aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brú Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga (áður...

Síða 10 af 50« Fyrsta...89101112...203040...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um